Ríkisútvarpið þaggar niður umræðu um spillingu-hættuleg blekking

Ríkisútvarpið ber mikla ábyrgð á umfjöllun í aðdraganda kosninga og verður að gæta þess að það halli ekki á þá sem hafa mælst með minna fylgi en þeir sem efstir eru og öll umfjöllun hefur nánast snúist alfarið um. Þannig verklag auglýsir aðeins 3 aðila og er blekking og hefur mjög villandi áhrif á kjósendur. Þetta segir Þorvaldur Logason heimspekingur í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur.

Þorvaldur segir að eðlilegast væri að RÚV hefði alveg sér umfjöllun um þá frambjóðendur sem hafa ekki fengið að komast að í þeirri umræðu sem fram hefur farið í aðdraganga kosninganna, það sé nauðsynlegt að bæta þeim upp þá mismunun sem þeir hafi orðið fyrir.
Aðspurður um hvort það séu samantekin ráð að stýra því hverjir fái mestu umfjöllunina segir Þorvaldur að það sé til að mynda mikil þöggun um spillingu hjá RÚV.

Álitsgjafar hjá RUV þegja um spurningar um spillingu

Bendir Þorvaldur á að til dæmis hvað varðar framboð Katrínar Jakobsdóttur standi upp úr mjög áleitnar spurningar um spillingu. Hjá RÚV séu stjórnmálafræðingar sem eru fengnir sem álitsgjafar en þegja algerlega um þær spurningar sem vakna um spillingu. Með því séu þessir aðilar að stýra umræðunni og það sé mjög villandi.

Hræðsla við að ræða erfið mál

Þorvaldur segir að hann hafi tekið viðtöl fyrir og eftir hrun þeir aðilar hafi bent á að þessi vinnubrögð RÚV í aðdraganda kosninga séu þannig að spilling sé ekkert rædd. Þeir beri því við að þetta séu svo viðkvæm og erfið mál og gætu verið rógburður.

Valdaöfl ákveða á bak við tjöldin hvað má ræða í RUV

Þorvaldur bendir á að það að ræða spillinguna sé eitt það mikilvægasta málefni fyrir kjósendur sem til sé en það sé ákveðið af RÚV að það skuli þaggað niður. Segir Þorvaldur ljóst að það séu valdamiklir menn sem taki ákvörðun um þessa þöggun innan RÚV.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila