Ríkjandi ranghugmyndir um verðbólguna og verðtryggingu

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir að hér á landi ríki ákveðnar ranghugmyndir um verðbólguna sem og verðtrygginguna og margir skilji í raun ekki hvað þessi hugtök þýða. Helsta ástæða verðbólgu hér á landi er gengdarlaus eyðsla á ríkisfé. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðmundur segir að sem dæmi hafi maður vakið athygli á að 40 milljón króna lán sem hann hafi verið með hafi skyndilega hækkað um 600 þúsund. Guðmundur segir þetta gott dæmi um misskilninginn því í raun hafi lánið lækkað en verðgildi seðlanna lækkað vegna verðbólgunnar enda snýst verðbólgan einmitt um það að peningarnir missa sitt verðgildi. Síðan til þess að bæta það upp þá þurfa menn að vera með verðtryggingu og reikna út ákveðna upphæð út frá vísitölu neysluverðs og bæta mönnum þannig upp rýrnun gjaldmiðilsins.

Því láta menn verðbólguna ganga yfir sig?

Hann segir því eðlilegt að spyrja hvers vegna í ósköpunum menn láti verðbólguna yfir sig ganga. Það sé að minnsta kosti ljóst að þeir sem græða á því eru útgerðarmenn því fiskurinn fellur ekki í verði en launin lækka hins vegar.

Að beita stýrivöxtum gegn verðbólgu er tóm þvæla

Til þess að ná tökum á verðbólgunni séu svo reyndar alls kyns hundakúnstir eins og að beita stýrivöxtum og bendir Guðmundur á að hann sé sammála nóbelsverðlaunahafanum Joseph Stiglitz um að beita stýrivöxtum sé tóm þvæla og algerlega gagnslaus.

Helsta ástæða verðbólgu er gengdarlaus eyðsla á ríkisfé

Ástæður fyrir því að ekki gangi að nota stýrivexti séu aðallega tvær. Fyrst og fremst verði verðbólgan til vegna kostnaðar og það sé ekkert sem við getum gert sem tekur á kostnaði á aðöngum erlendis frá. Hann komi til dæmis vegna uppskerubrests, stríða og annara þátta sem hafa áhrif á vöruverð og framboð. Hinn þátturinn, sem á hvað mestan þátt, í þeirri verðbólgu sem ríkir hér á landi er gengndarlaus eyðsla á ríkisfé. Ríkissjóður sé stórskuldugur og nánast öll sveitarfélögin.

Hann segir að þessi staða sé uppi af einfaldlega einni ástæðu. hún er sú að kjörnir fulltrúar eru gjarnir á að eyða annara manna fé, í þessu tilfelli ríkisfé og oftast í eitthvað sem ekkert vit er í.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila