Ritskoðun Kveiks afhjúpaði vinnbrögð RÚV og fyrir hverja RÚV vinnur

Sú ritskoðun að setja innlegg Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur um lóðabrask Reykjavíkurborgar ekki sýningu í Kveik og þau vinnubrögð að víkja Maríu Sigrúnu úr Kveiksteyminu afhjupaði algerlega vinnubrögð RÚV og fyrir hverja RÚV vinnur. Þetta segir Vigdís Hauksdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins en hún var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Vigdís bendir á að RÚV eigi að vera óhlutdrægt í sínum störfum enda fái stofnunin gríðarlegar fjárhæðir árlega úr vösum skattgreiðenda en því miður séu viðbrögðin mjög hlutdræg. Hún segir að eftir þöggun fréttainnleggs Maríu Sigrúnar í Kveik þurfi fólk ekkert lengur að velta fyrir sér hvort það séu hagsmunatengsl á milli borgarstjóra og toppana hjá RÚV því það sé staðreynt að þau séu til staðar. Til dæmis hafi Stefán Eiríksson núverandi útvarpsstjóri farið úr starfi borgarritara semsé staðgengill borgarstjóra og yfir í stól útvarpsstjóra.

Eftir að Stefán tók við sem útvarpsstjóri sést hverjum er hlíft

Hún segir það sjást langar leiðir hverjum hafi verið hlíft þegar kemur að umfjöllun í RÚV eftir að Stefán hafi tekið við embætti útvarpsstjóra. Þá sé fréttamennskan hjá RÚV sérkennileg og það sé svo að RÚV hanni fréttir en flytji ekki fréttir og að RÚV búi til fréttir en flytji ekki fréttir. Til marks um hversu lítið fólk treysti RÚV hafi komið upp sú umræða hver verði forsetaframbjóðandi RÚV. Segir Vigdís að svo virðist sem mikil frændsemi og klíkuskap ríki hjá sumum innan stofnunarinnar.

Einar borgarstjóri kom beint frá RUV

Þá bendir Vigdís á að mitt í öllum storminum sitji núverandi borgarstjóri Einar Þorsteinsson sem kom beint af RÚV og fór í stól borgarstjóra. Þessi mál sem nú séu að koma upp hljóti að vera honum erfið að mati Vigdísar. Vigdís tekur þó fram að hún hafi ekkert út á Einar að setja og að hún hafi nokkrum sinnum komið í viðtöl til hans í Kastljósi og ekki sé annað hægt að segja að hann hafi þar verið faglegur í alla staði.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila