RÚV á ekki skapa veruleika heldur segja frá honum

pallvil27desPáll Vilhjálmsson blaðamaður og bloggari segir RÚV stunda nokkurs konar baráttublaðamennsku þar sem fréttamenn RÚV keppast um að búa til atburðarásir og stýra með þeim hætti umræðunni í samfélaginu. Páll sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag bendir á Panamamálið sem dæmi um þetta og nýlegt upphlaup í kringum Hæstarétt þar sem fjallað var um meinta hagsmunaárekstra dómara “ sem var svo ekki neitt neitt„,segir Páll. Páll segist undrast þessi vinnubrögð RÚV „RÚV á ekki að skapa veruleika heldur segja frá þeim veruleika sem er„,segir Páll. Viðtalið við Pál verður endurflutt í kvöld kl.23:00.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila