Sænsk lögregluyfirvöld vísa meirihluta mála frá án nánari skoðunar

loggasweden82Lögreglunni í Stokkhólmi gengur afar að upplýsa glæpi í Svíþjóð segir í nýrri skýrslu Forvarnarnefndar afbrota sem birt var í Svíþjóð í gær. Samkvæmt sk´rslunni afskrifaði Lögreglan í Stokkhólmi 60% allra mála sem kom inn á hennar borð á fyrri helming ársins 2016. Af rúmlega 250 þúsund glæpamálum afskrifaði Stokkhólmslögreglan 150 þúsund þeirra strax án þess að kíkja nánar á málin. Fram kemur í skýrslunni að mál sem snúa að þjófnaði séu mál sem lögreglan lítur ekki við. Af öllum afbrotunum leiddu aðeins 19.369 þeirra til ákæru. Það þýðir að 92,3% allra tilkynntra mála komast aldrei inn í réttarfarskerfið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila