Sænska lögreglan berst við glæpahópa um yfirráð bæja og hverfa í Svíþjóð

gustafskulaGústaf Skúlason sem býr í Stokkhólmi segir ástandið sem skapast hafi á undanförnum mánuðum í Svíþjóð vegna glæpahópa vera orðið að stríði á milli glæpagengja og lögreglu um yfirráð yfir svæðum. Gústaf sem var viðmælandi Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu segir íbúa á þeim svæðum þar sem ástandið er verst eiga fárra kosta völ og segist aðspurður um hvort herinn þurfi að grípa inn í segir Gústaf „ það hlýtur að enda með því, það er orðinn náttúrulega gífurlega þungur tónn í stjórnmálaumræðunni hér um þetta, en hinn valkosturinn er að fólk hérna fer að vopna sig sjálft bara til þess að verja sig„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila