Sænskir kratar krefjast þess, að Svíþjóðardemókratar verði útilokaðir frá umræðum um öryggismál Svíþjóðar

Hatur Sósíaldemókrata á Svíþjóðardemókrötum hefur ekkert minnkað. Nú vilja þeir banna Svíþjóðardemókrötum þátttöku á fundi formanna allra stjórnmálaflokka um öryggismál Svíþjóðar, sem forsætisráðherra Svíþjóðar hefur boðað til. Magdalena Andersson formaður sænskra jafnaðarmanna t.v. og Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata t.h. (myndir: gov.ua, CC 4.0 / stjórnmálavikan í Almedal CC 2.0).

Fyrir sérstakan öryggismálafund, sem Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar hefur boðið öllum flokksleiðtogum þingsins, þá krefst Magdalena Andersson, flokksleiðtogi krata, að forsætisráðherrann útiloki Svíþjóðardemókratana frá viðræðunum.

Með vísan til þess hvernig hún telur Svíþjóðardemókrata meðhöndla Kóranbrennuna og að Jimmie Åkesson hafi brugðist við „samúð Ulf Kristerssonar með öllum múslimum sem hafa móðgast“ efast Andersson um að stuðningur ríkisstjórnarinnar við Svíþjóðardemókratana sé viðeigandi í viðkvæmri stöðu öryggismála Svíþjóðar. Andersson segir í viðtali við Sænska Dagbladet:

„Ég hef boðið Ulf Kristersson stuðning minn í þessari mjög alvarlegu stöðu. Það er líka þannig, að eftir átta ár í ríkisstjórn eigum við jafnaðarmenn samskipti við marga víða um heim og við erum að sjálfsögðu reiðubúin að aðstoða ríkisstjórnina.“

Er hneyksluð á yfirlýsingu um að „brenna megi hundrað Kórana til viðbótar“

Andersson tekur einnig illa við sér af yfirlýsingu Richard Jomshof hjá Svíþjóðardemókrötum um verndun tjáningarfrelsisins og „brenna mætti hundrað Kórana til viðbótar“ ef svo færi, að Tyrkir væru í uppnámi vegna brennslu Kóransins. Sjálf hefur hún miklu næmari skilning á afstöðu Tyrklands.

„Ég mun ekki kalla eftir áframhaldandi bókabrennum.“

Samhliða kröfu jafnaðarmanna og Magdalenu Andersson, gerir hópur svokallaðra sérfræðinga sitt besta til að klína Rússlandi og rússneskum tengslum á Svíþjóðardemókrata og valkosta fjölmiðla. Andreas Johansson Heinö, Patrik Oksanen og Jan Scherman fullyrða m.a.:

„Viðbrögð Jimmie Åkesson hafa verið þau að það sé „engin tenging við Svíþjóðardemókrata.“ En tengslin milli flokksins og óhefðbundinna hægrimanna, sem tengjast rússneskum böndum, eru í raun sterkari en þau hafa verið í langan tíma.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila