Samkeppniseftirlitið varar við frumvarpi um undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum

Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér umsögn vegna frumvarps sem gerir ráð fyrir að kjötafurðarstöðvar fái undanþágur frá samkeppnislögum.

Meðal efni frumvarpsins er að kjötafurðastöðvum verði meðal annars heimilt að hafa með sér verðsamráð, þeim verði heimilað að sameinast án takmarkana, og þeim verði veitt fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda, smásala og neytenda.

Við þessu varar Samkeppniseftirlitið í umsögn sinni og þar segir meðal annars:

Með frumvarpinu eru felldar niður varnir sem
samkeppnislög búa bændum og neytendum, án þess að aðrar haldbærar varnir komi í staðinn.
Afleiðingar þess verða að öllum líkindum eftirfarandi:

  • Hagsmunir neytenda verða fyrir borð bornir. Allar líkur eru á því að breytingarnar leiði til
    þess að verð á kjötvörum til neytenda hækki, þar sem afurðastöðvum er ætlað sjálfdæmi
    um verðlagningu án takmarkana. Frumvarpið gengur því í berhögg við forsendur
    nýgerðra kjarasamninga.
  • Hagmunir bænda verða fyrir borð bornir. Það aðhald sem bændur geta sýnt
    viðsemjendum sínum, m.a. til að stuðla að ásættanlegu afurðaverði eða framþróun
    greinarinnar að öðru leyti, minnkar eða hverfur. Kannanir Samkeppniseftirlitsins sýna að
    3
    nú þegar eru bændur ósáttir við stöðu sína gagnvart afurðastöðvum. Líkur eru á því að
    það ástand muni versna.
  • Íslenskar afurðastöðvar munu búa við undanþágur frá samkeppnislögum sem hvergi
    þekkjast í nágrannaríkjum. Grunnforsendur fyrir undanþágum frá samkeppnisreglum í
    nágrannaríkjum eru m.a. eftirfarandi: 1) Að aðeins bændur og fyrirtæki sem þeir eiga
    eða stjórna njóti undanþágunnar, 2) að staða bænda gagnvart viðsemjendum sínum sé
    styrkt, 3) að samkeppnisaðhaldi sé ekki eytt, og 4) að samrunareglum samkeppnislaga
    sé beitt til þess að koma í veg fyrir samkeppnishamlandi samruna og/eða tryggja að
    ábati af þeim renni til bænda og neytenda. Tillögur nefndarinnar taka ekki mið af þessum
    forsendum.
  • Breytingar á mörkuðum sem frumvarpið heimilar verða að miklu leyti óafturkræfar, þar
    sem ógerlegt kann að reynast að vinda ofan af skaðlegum samrunum og samráði.

Þá gerir Samkeppniseftirlitið alvarlegar athugasemdir við það hlutverk sem því er ætlað í eftirliti
með framleiðendafélögum, samkvæmt breyttu frumvarpi. Umrætt eftirlit, eins og því er lýst,
fellur ekki að annarri starfsemi eftirlitsins og ætti betur heima hjá öðrum stjórnvöldum. Auk þess
er eftirlitið þýðingarlaust, þar frumvarpið kveður ekki á um nein konar úrræði af hálfu eftirlitsins.
Þá blasir við þetta eftirlit getur með engum hætti komið í veg fyrir það samfélagslega tjón sem
leiða mun af hinu breytta frumvarpi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila