Samkeppnisundanþága í búvörulögum hvorki góð fyrir bændur né neytendur

Undanþága frá samkeppnislögum sem sett var inn í búvörulögin er hvort góð fyrir bændur né neytendur enda engir varnaglar settir fyrir bændur eða neytendur í þeim. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Breka Karlssonar formanni Neytendasamtakanna í þætti Péturs Gunnlaugssonar.

Breki segir að tilgangurinn með því að setja undanþágu frá samkeppnislögum í búvörulögin sé eingöngu til þess að hygla milliliðunum fyrst og fremst. Það sé sérstakt að þessi undanþága hafi verið veitt því hún sé ekki veitt í neinum öðrum atvinnugreinum. Það sé mikið hagsmunamál fyrir neytendur að hér ríki samkeppni og bendir Breki á að það kunni ekki góðri lukku að stýra ef hér á landi væri til dæmis aðeins starfræktur einn banki.

Benti Pétur á að RÚV sé undanþegið samkeppnislögum og menn geti séð afleiðingarnar þess. Einkareknir fjölmiðlar eigi afar erfitt uppdráttar einmitt þess vegna.

Alvarlegt að taka samkeppnislög úr sambandi

Breki segir að það sé einfaldlega svo að það sé mikið alvörumál að taka samkeppnislög með þessum hætti úr sambandi og það sé ekkert tryggt að þetta skili neinu fyrir bændur nema síður sé. Bendir Bjarki á að í einokuninni á mjólkurmarkaði sé það þó að minnsta kosti þannig þó hann mæli einokuninni ekki bót að þá sé verðlagsráð sem geri það að verkum að það sé ekki Mjólkusamsölunni í sjálfsvald sett hvað bændur fái fyrir mjólkina eða neytendur greiði fyrir hana. Slíkt sé hins vegar ekki að finna í nýju búvörulögunum gagnvart afurðastöðvunum.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila