Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Reykjavíkur kjördæmi Norður segist vera sammála þeirri skoðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að leyfa ætti fóstureyðingar fram að fæðingu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldóru í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar.
Halldóra segir að það eigi að vera alfarið undir konum komið að ákveða hvort þær beri barn undir belti fulla meðgöngu og því eigi þær að geta ákveðið alveg fram að fæðingu hvort þær vilji enda meðgönguna. Hún segir að það sé aldrei léttvæg ákvörðun að taka ákvörðun um fóstureyðingu og konur taki ekki ákvörðun um fóstureyðingu nema aðstæður móður til þess að fæða barn í heiminn séu svo ómögulegar að ekki sé hægt að afgreiða málið á neinn annan hátt.
“ ég held að það sé engum til góðs og væri afskaplega furðulegt að ætla að móta samfélag sem segi við konu að hún verði bara að ganga með barn þó hún telji sig ekki geta gengið með barnið„
Hún segir að hún telji þó að engin móðir myndi taka þá ákvörðun að enda megöngu þegar komið væri að fæðingu ef það væri leyfilegt.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan