Samráð ESB um endurskoðun reglugerðar um hóp- og áætlunarferðir

rutuferdFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um endurskoðun á reglugerð um aðgang að alþjóðamarkaði fyrir hóp- og áætlunarferðir. Samráðið stendur til 15. mars 2017.
Með umræddri reglugerð, átti að skapa samræmdar reglur sem myndu leiða til opinnar samkeppni á mörkuðum innan einstakra landa sem og alþjóðlegum innan Evrópu fyrir hóp- og áætlunarferðir. Fram kemur í tilkynningu að gildissvið reglugerðarinnar sé alþjóðlegur flutningur farþega með hópbifreiðum og áætlunarbifreiðum innan ESB hvort sem er í viðskiptalegum tilgangi eða fyrir eigin reikning.
Mat sem framkvæmt hefur verið um hvernig reglugerðin hafi reynst hefur leitt í ljós að helstu vandamálim sem við er að etja er vanmáttur þeirra sem reka slíka þjónustu til að keppa um markaðshlutdeild við aðra samgöngumáta og hins vegar takmörkuð samkeppni milli fyrirtækja í greinninni. Framkvæmdastjórnin hefur sett sér þau markmið að greina helstu vandamálin í þessu samhengi og meta hvort rétt sé af hennar hálfu að grípa inn í.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila