Samræmd móttaka hælisleitenda og flóttamanna er viðbótarþjónusta

Samræmd móttaka hælisleitenda og flóttamanna á vegum sveitarfélaga er í raun viðbót við hina almennu félagsþjónustu sem allir íbúar í viðkomandi sveitarfélagi eiga rétt á. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ástu Kristínar Guðmundsdóttur hjá Alþjóðateymi Reykjanesbæjar í þætti Valgerðar Snæland Jónsdóttur.

Ásta segir að í fyrstu hafi þau sveitarfélög sem veittu samræmda móttöku verið fimm en nú séu þau fjórtán talsins. Samræmda móttakan virkar þannig að ef hælisleitendur fá alþjóðlega vernd eru þeir paraðir við sveitarfélag og við valið er til dæmis tekið tillit til ef viðkomandi hefur t,d sótt þar um vinnu, á þar börn, fjölskyldu eða aðra ættingja. Þegar pörun er lokið tekur alþjóðateymið við og starfar fólk við það sem meðal annars hafa félagsráðgjafaréttindi þó það sé ekki skilyrði.

Hjálpum hælisleitendum að fá húsnæði og skrá börn í skóla

Þá er teymið einnig fjölþjóðlegt og fólk af mörgum þjóðernum sem sinnir störfum innan teymisins. Störf teymisins felast meðal annars í að aðstoða þá hælisleitendur sem þurfa að finna hentugt húsnæði. Síðan er eitt verkefnið að skrá börn í skóla sem og hvetja þau til þátttöku í frístundum, þá séu fullorðnir einnig hvattir til þátttöku í félagsstarfi og frístundum.

Teymið sér einnig um að bóka læknistíma fyrir fólkið ef á þarf að halda og segja má að í starfinu felist í raun allt sem hægt er að aðstoða fólk við þurfi það slíka aðstoð.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila