Samþykkt að veita viðbótarframlag vegna þjónustu við fatlaða

hjolastoll1Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarjóðs sveitarfélaga frá 24. júní síðastliðnum um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2016 vegna þjónustu við fatlað fólk. Upphæðin 300 milljónum króna, en samkvæmt greiðslu- og rekstraráætlun sjóðsins er gert ráð fyrir að samtals 400 milljónum króna verði ráðstafað vegna viðbótarframlaga á árinu 2016.
Framlagið er veitt á grundvelli reglna um framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk, en eftir samþykkt tillögunnar verður á árinu 2016 heimilt að veita sérstök viðbótarframlög til þeirra þjónustusvæða þar sem kostnaður við reksturinn er verulega íþyngjandi.
Útreikningi viðbótarframlags nú er einkum ætlað að koma til móts við þau þjónustusvæði þar sem rekstrarafkoma síðasta árs var hvað verst hlutfallslega, borið saman við önnur svæði. Útreikningur á skiptingu 300 milljóna króna framlagsins byggir á rekstrarniðurstöðu þjónustusvæða á árinu 2015 sem er reiknuð niður á íbúa á hverju þjónustusvæði

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila