Samþykkt orkupakkans gæti valdið landflótta

Elías Elíasson verkfræðingur.

Samþykkt orkupakkans sem mikið hefur verið í umræðunni á undanförnum mánuðum gæti haft svo alvarlegar afleiðingar fyrir Ísland að hér gæti orðið landflótti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Elíasar Elíassonar verkfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Elías segir helsta löst íslenskra stjórnmálamanna að þeir þráast við að láta rannsaka hvaða afleiðingar stórar ákvarðanir sem teknar séu af þeim hafi á land og þjóð þegar til lengri tíma sé litið, eins og til dæmis í orkupakkamálinu verði það samþykkt, og segir Elías að afleiðingarnar gætu orðið graf alvarlegar “ það er geysilega mikið í húfi, þetta er spurning um hvort Ísland verði samkeppnishæft meðal þjóða, það sem ég á við er að fyrst fer virðisaukaframleiðslan úr landi, síðan fer fjármagnið úr landi og svo fara börnin úr landi„,segir Elías. Hlusta má viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila