Sárt hversu seint gengur að greiða úr málum Grindvíkinga

Það er mjög sárt að sjá hversu seint gengur að greiða úr málefnum Grindvíkinga og það sem verst er í því eru íbúðamál fólksins og það að enn séu margir sem eru ekki að fá svör um þeirra stöðu hvað þau mál varðar. Þetta segir Ásmundur Fririksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Ásmundur segir að hann hafi í dag haft samband við samflokksmenn sína og ætlunin sé að óska eftir fundir við forsvarmenn Þórkötlu í þeim tilgangi að afla upplýsinga um hver raunveruleg staða sé í öllum þessum málum.

Mjög erfið staða sem Grinvíkingar eru í og nágrannabyggðalögin

Hann segir mikilvægt að átta sig á að neyðarástandið vegna eldsumbrotanna sé í raun ekki eingöngu bundið við Grindavík heldur öll þau svæði sem Grindvíkingar búa nú á vegna ástandsins. Það séu auðvitað allir að reyna að gera sitt besta en það ríki ákveðið upplausnarástand því börnin sem áður sóttu skóla í Grindavík eru í raun bara hér og þar í skólum, Grindvíkingar búi á víð og dreif og það geti hver maður ímyndað sér þá stöðu að vera í því ástandi þó ekki bætist ofan á að menn fái engin svör því það geri ástandið helmingi verra.

Grindvíkingar verða stöðugt fyrir vonbrigðum

Þá bæti ekki úr skák að margir voni að þeir geti flutt aftur heim í framtíðinni og stefna stjórnvalda sé sú að það eigi að vera hægt en svo breytist aðstæður aftur og aftur og fólk sé alltaf að verða fyrir endurteknum vonbrigðum. Það sé staða sem ekki sé hægt að búa við út í hið óendanlega.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila