Framtíð og horfur í efnahagslífinu á ársfundi Seðlabankans

Ársfundur Seðlabankans sem fram fór í gær markaðist mjög af því efnahagsástandi sem ríkir í samfélaginu í dag vegna Kórónuveirufaraldursins. Að undanförnu hefur Seðlabankinn gripið inn í ástandið með því að lækka stýrivexti og með því að beita öðrum þeim stjórntækjum sem hann hefur til þess að lágmarka höggið á efnahagskerfið. Hér að neðan má finna samantekt á því helsta sem fram kom á fundinum, með hlekkjum á helstu aðtriði:

Ræða seðlabankastjóra á ársfundi bankans 2020

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flutti ræðu á 59. ársfundi bankans sem haldinn var 25. mars 2020 og sendur út á vef bankans.

Ávarp formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands á ársfundi

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, flutti einnig ávarp á fundinum en í ávarpinu kynnti hann ýmis helstu verkefni og rekstur bankans á árinu.

Fundargerð peningastefnunefndar

Fundargerð fundar peningastefnunefndar 9. og 10. mars 2020

Ársskýrsla Seðlabanka Íslands 2019

Ársskýrsla Seðlabanka Íslands fyrir árið 2019 hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands.

Ársfundur Seðlabanka Íslands í vefútsendingu

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila