Segir að eðlilegast hefði verið að spyrja brotaþola hvort birta ætti upplýsingar

Jón Gunnarsson samgöngu og sveitastjórnaráðherra.

Það hefði verið eðlilegt að spyrja brotaþola þeirra manna sem sóttu um uppreist æru hvort birta ætti upplýsingar opinberlega varðandi málin. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gunnarssonar samgöngu og sveitastjórnaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón bendir á að sú leynd sem ríkir yfir upplýsingum um slík mál sé eingöngu til þess að vernda brotaþola “ átta menn sig á því að brotaþolarnir hafa kannski verið að láta sárin gróa í mörg ár og nú með því að birta þetta er verið að rífa upp þessi sár„,segir Jón. Þá segir Jón að Björt Framtíð hafi notfært sér málið sem tylliástæðu fyrir því að hætta í ríkisstjórnarsamstarfinu og þannig sett allt í uppnám “ það er hér allt sett í uppnám á viðkvæmum tímum, hér eru mikilvægir kjarasamningar framundan, hér erum við komin með fjárlög inn í þingið og það á eftir að fjáraukalögin, við erum með landbúnaðarmálin í uppnámi, við erum með laxeldið í ákveðnu uppnámi, þetta fólk umgengnst ábyrgðarskyldur sínar bara eins og það sé að standa upp og slökkva á sjónvarpinu„,segir Jón.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila