Segir breytingar á örorkulífeyriskerfinu til mikilla bóta

Með viðamiklum breytingum á örorkulífeyriskerfinu er ætlunun að bæta kerfið til muna, einfalda það og gera það þannig að það muni skila sparnaði fyrir ríkið þegar litið sé til lengri tíma. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags og vinnumarkaðsráðherra og formanns VG í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag.

Guðmundur Ingi segir að meðal þess sem breytist verður að þeir tveir greiðsluflokkar almannatrygginga og einn greiðsluflokkur félagslegrar aðstoðar sem séu við lýði í dag sameinist í einn flokk: Örorkulífeyri. Hann segir breytingarnar ekki einungis auka réttindi örorkulífeyrisþega heldur muni langstærstur hluti þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri samkvæmt gildandi lögum fá hærri greiðslur í nýja kerfinu.

Hlutaörorkulífeyrir eykur stuðning

Þá verður tekinn upp hlutaörorkulífeyrir sem hefur í för með sér verulega aukinn stuðning við þá sem ekki hafi fulla getu til virkni á vinnumarkaði en eru talin geta tekið þátt á vinnumarkaði að einhverju leyti. Guðmundur segir að með þessu sé hvatt til virkni þeirra sem annars væru alfarið á örorku og þar með stuðla að betri heilsu þeirra bæði líkamlegri og ekki síst andlegri. Tvö úrræði til viðbótar, virknistyrkur og sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna, er síðan ætlað að styðja enn betur við umræddan hóp sem hingað til hefur mætt hindrunum við að fara út á vinnumarkað.

Stuðningur við ungt fólk

Einnig verður stuðningur við ungt fólk í viðkvæmri stöðu sem er hætt við að flosna af vinnumarkaði bættur en nú þegar hefur hann verið stórefldur. Lesa má nánar um breytingarnar með því að smella hér.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila