Segir enga leynd yfir innihaldi bóluefna og vísar í sérlyfjaskrá – Bóluefni Pfizer finnst hvergi í skránni

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fullyrti á upplýsingafundi Almannavarna í morgun að engin leynd hvíldi yfir innihaldi þeirra bóluefna sem notuð væru til bólusetninga gegn Covid-19. Það var Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu sem spurði um ákvörðun Svía um að bólusetja ekki börn á aldrinum 5-11 ára meðal annars vegna kröfu framleiðenda um leynd á innihaldi bóluefnanna.

Vísaði Þórólfur á fundinum til þess að fólk gæti kynnt sér innihald bóluefnanna í sérlyfjaskrá og fullyrti að þar væri að finna þessar upplýsingar, leynd bólefna hefði því ekki með ákvörðun svía að gera.

Þessi fullyrðing Þórólfs er þó ekki alls kostar rétt því ekkert er að finna á sérlyfjaskrá um bóluefni Pfizer sem er eitt af þeim bóluefnum sem að öllum líkindum hefur verið rætt um í samfélaginu þegar kemur að aukaverkunum. Í spjalli Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í morgun benti Arnþrúður á að þegar framleiðendur bóluefnanna sóttu um neyðarleyfi hafi þeir farið fram á 75 ára leynd yfir innihaldi efnanna, þar séu meðal annars aðilar sem eiga einkaleyfi á efnum sem notuð eru í lyfin, en bandarísk yfirvöld hafa hafnað þeirri kröfu.

„málið er það að innihaldslýsingu þurfa þeir ekki að gefa upp nema að mjög takmörkuðu leyti á meðan bóluefnin eru á neyðarleyfi, þess vegna hafa menn komist upp með það að hafa þessa leynd yfir efnunum“ sagði Arnþrúður.

Uppfært kl.16:32 Upplýsingar sem birtar áður voru birtar á slóð sjá hér og voru fjarlægðar og voru því ekki til staðar þegar fréttin var skrifuð hafa verið birtar á ný á nýrri vefslóð sjá hér.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila