Segir hættu á að örfáar fjölskyldur eignist alla orku landsins verði orkupakkinn samþykktur

Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur og hótelstjóri.

Verði orkupakki þrjú samþykktur er mjög mikil hætta á að þær aðstæður skapist í framtíðinni að öll orka í landinu verði í eigu örfárra fjölskyldna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur segir atburðarrásina eftir samþykkt pakkans verði fyrirsjáanleg “ Evrópusambandið bíður færis og með tíð og tíma segja þeir að ekki gangi að hafa orkuna á einni hendi þar sem það gangi gegn samkeppni og því yrði þessu skipt niður á fjögur fyrirtæki svona svipað eins og þegar bankarnir voru gefnir til glæpaklíkna, síðan eftir tíu til fimmtán ár þá eru það bara fjórar fjölskyldur í landinu sem eiga alla orkuna„,segir Guðmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila