Segir mikið til af óvönduðum rannsóknum um rafrettur

Guðmundur Karl Snæbjörnsson.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson.

Enn vantar töluvert upp á að heilbrigðisyfirvöld rýni í þau gögn sem liggja að baki rannsóknum sem framkvæmdar eru í heiminum á rafrettum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Karls Snæbjörnssonar læknis í síðdegisútvarpinu í dag en hann var þar gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur bendir á að mikil sé til af óvönduðum rannsóknum um rafrettur, sem jafnvel eru framkvæmdar af virtum háskólum og nefnir til dæmis Harvard háskóla í því sambandi “ það er ansi mikið til af vitlausum rannsóknum í heiminum, sem læknir hefði ég ekki trúað því að menn væri að fara rangt með og jafnvel vísvitandi, og það er hægt að nefna til dæmis frá þeim þekkta háskóla Harvard, þaðan kemur rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum síðan og varaði við bragðefni og hafa meðal annars fulltrúar Krabbameinsfélagsins endurtekið verið að hjakka í því, í þeirri rannsókn gleymdist alveg að segja frá því að það var 750 sinnum minna í rafrettunum en í sígarettum, það kemur fram í gögnum en það kemur ekki fram í skýrslu og og niðurlagi ályktunar greinarinnar„,segir Guðmundur. Viðtalið verður endurflutt kl.22:00 í kvöld .

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila