Segir prófkjör hafa oft skilað dapurri og einsleitri niðurstöðu

Árni Árnason stjórnarmaður Varðar.

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum hafa oft skilað mjög einsleitri og dapurri niðurstöðu fyrir kosningar með þeim afleiðingum að mannvali sé ábótavant. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Árna Árnasonar stjórnarmanns Varðar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Árni segir að þetta valdi því að til dæmis skorti konur á lista og þegar kemur að borgarstjórnarkosningum sé hverfadreifing frambjóðenda ekki ásættanleg og þá vanti einnig unga fólkið á listana “ konur hafa átt erfitt uppdráttar í prófkjörum sjálfstæðismanna og svo ef við horfum á þetta út frá unga fólkinu þá er það bara þannig að ungt fólk hefur yfirleitt átt í erfiðleikum með að ná árangri í prófkjörum, og það sem skiptir líka máli að þegar ég er að tala um einsleitt að þá er ég til dæmis að tala um úthverfin, staðan er orðin þannig í borginni að flestir borgarfulltrúar sem sitja hér í borgarstjórn koma úr miðborginni„,segir Árni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila