Segir rangt að kynjaflokka ofbeldi

Sigrún Dóra Jónsdóttir snappari og samfélagsrýnir.

Me too byltingin er með öfgafullum hætti beint gegn öðru kyninu og getur verið skaðlegt fyrir komandi kynslóðir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigrúnar Dóru Jónsdóttur snappara og samfélagsrýni í síðdegisútvarpinu á föstudag en hún var gestur Edithar Alvarsdóttur. Sigrún segir að með því að gagnrýna öfgar Me too byltingarinnar sé ekki þar með sagt að verið sé að gera lítið úr alvarlegu kynferðisofbeldi, heldur sé að hennar mati rangt að merkja ofbeldið með kynjastimpli, enda geti það verið skaðlegt sjálfsmynd ungra drengja “ ofbeldi er alltaf rangt, en ég er mótfallin því að stofna til átaks gegn ofbeldi og kynjaflokka það, ég vil bara að allir leggist á eitt berjist gegn ofbeldi, að einhver sé beittur kynferðislegu ofbeldi eða áreiti, mér finnst bara rangt að fella þetta undir eitt kyn og dæma hitt kynið í leiðinni„,segir Sigrún. Hún segir að skoðun sína byggi hún á því að hún sjálf móðir sem eigi þrjá drengi “ sem ég vill að verði stórir, sterki, sjálfstæðir og sjálfsöruggir flottir karlmenn, það er eina ástæðan, ég hef áhyggjur af þessu og ég vill þetta ekki„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila