Segir ríkisstjórnina ekki ná árangri nema hún breyti um stefnu

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar tók til máls á Alþingi í dag í tilefni af yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar sem hann flutti á Alþingi í dag fyrir hönd nýrrar ríkisstjórnar.

Í ræðu sinni dagði Kristrún meðal annars að þjóðin geri kröfu til ríkisstjórnarinnar um árangur í starfi en þeim árangri muni þessi ríkisstjórn alls ekki ná nema hún breyti um stefnu.

Það sé ekki nóg að höfuð ríkisstjórnarinnar fari í forsetaframboð. Og að veita svo öðrum ráðherrum stöðuhækkun, koll af kolli að því er virðist allra helst þeim sem hafa gert alvarlegustu afglöpin í sínum fyrri embættum sagði Kristrún.

„Þetta er sama fólkið með sömu stefnu í nýjum stólum. Og hvað hefur breyst í raun, sem skiptir einhverju máli fyrir fólkið í landinu? Ekkert. Ekki neitt. Það hafa engar breytingar verið kynntar sem benda til þess að ríkisstjórnin muni núna skyndilega fara að ná einhverjum árangri í mikilvægustu málaflokkunum, fyrir land og þjóð. Það er bara keyrt áfram á sömu stefnu. Eins og hún hafi gefist okkur eitthvað sérstaklega vel hérna, það sem af er kjörtimabili?“ segir Kristrún.

Þá sagði Kristrún að meiri sómi hefði verið af því að ríkisstjórnin hefði horfst á augu við stöðuna eins og hún væri, viðukennt þann vanda sem ríkisstjórnin hefði skapað og boðað skýra stefnubreytingu.

Lesa má ræðu Kristrúnar í heild með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila