Segir Svandísi Svavarsdóttur á réttri leið með því að fylgja vísindaráðgjöf

Þegar kemur að þeirri matarkistu sem Ísland er þá er Svandís Svavarsdóttir á réttri leið með því að fylgja vísindaráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Steinunnar Þóru Árnadóttur þingmanns Vinstri grænna í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Steinunn segir að skoðun sína byggja á því að horfa þurfi lengri tíma en til dagsins í dag og því sé rétt að Svandís fari eftir vísindalegum ráðleggingum.

Steinunn sagðist í þættinum hafa rætt við strandveiðisjómenn á Austurlandi sem hafi sagt að kerfið eins og það er nú nýtist þeim ekki sem best og því hugnist henni vel fyrirhugaðar breytingar á strandveiðikerfinu sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst gera.

„mér hugnast þær breytingar sem Svandís hefur verið að boða að skoða til dæmis þetta með svæðaskiptingu sem ekki hefur verið áður til staðar og gera kerfið sanngjarnara þegar kemur að því að fiskgengdin við landið veldur því að það fiskast mismunandi vel á ólíkum tímum á ólíkum svæðum“

Nýjar reglur um hvalveiðar skipta máli til þess að stytta dauðastríð skepnunnar

Hvað hvalveiðarnar varðar þá segir Steinunn að umdeildar reglur sem verið er að setja um hvalveiðar þar sem meðal annars er kveðið á um að einn úr hverri áhöfn skuli sjá til þess að dýravelferð sé gæt í hvívetna og veiðar teknar upp á myndband séu mikilvægar til dæmis til þess að stytta dauðastríða hvalanna.

Aðspurð um hvort slíkt ætti þá ekki einnig við um aðrar skepnur segir Steinunn

„dýravelferð og því að vera ekki sama um meðferð á dýrum hefur sem betur fer verið að vaxa fiskur um hrygg og við erum að átta okkur alltaf betur á því að dýr hafi tilfinningar, þú nefndir hér áðan sláturhúsin og þær miklu vegalengdir sem verið er að flytja sláturdýr, þá ber að geta þess að það voru reist stór sláturhús til þess að tryggja heilnæmi matvara en við erum kannski bara komin of langt í því á kostnað dýravelferðar“

Þá segir Steinunn um hvalveiðarnar að gera þyrfti mat á því hvort sé hagkvæmara að veiða hvali eða skoða þá og taka ákvörðun um hvort halda eigi hvalveiðum áfram eða jafnvel auka þær eftir því hver útkoman væri.

„og ef það er hagkvæmara að veiða hvali og það verður hægt að tryggja þar dýravelferð þá væri alveg hægt að halda áfram veiðum“

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila