Segir tilhugalífið fjörugt í þinghúsinu

logimarLogi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn á að það takist að mynda nýja ríkisstjórn þrátt fyrir að hvorki hafi gengið né rekið í stjórnarmyndun á undanförnum vikum. Þetta kom fram í máli Loga í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag. Aðspurður um hvort hann viti til þess að menn séu að ræða saman segir Logi „ það er fjörugt tilhugalíf í matsalnum á þinginu„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila