Segja nauðsynlegt að taka á ólöglegum skyndilánum

Nauðsynlegt er að taka á ólöglegum skyndilánum sem geta valdið því að fólk, og sér í lagi ungt fólk lendir í miklum skuldavanda. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnu sem haldin var á vegum Umboðsmanns skuldara og Samtökum fjármálafyrirtækja á dögunum. Á ráðstefnunni sem ætluð var sérstaklega ungu fólki á aldrinum 18 til 29 ára kom fram að fjöldi þeirra sem taka lán í gegnum þar til gerðar vefsíður eða öpp fer ört fjölgangi og virðast freistingarnar vera við hvert fótmál. Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra segir að nú sé svo komið að bregðast verði við þessari þróun og telur Ásmundur að vert sé að líta til þess hvernig tekið sé á sambærilegum málum í nágrannalöndum okkar “ Ungt fólk er viðkvæmur hópur sem halda þarf vel utan um. Freistingarnar eru við hvert fótmál. Lánsfé er að því er virðist auðfengið og lítil þörf á umhugsunarfresti áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar í fjármálum. Áhrif smálána á greiðsluvanda þeirra sem leita til umboðsmanns skuldara hafa aukist umtalsvert. Hér þarf að bregðast við. Nærtækast er að líta til þeirra lausna sem leitað hefur verið hjá nágrannaþjóðum okkar„,segir Ásmundur.

Markaðssetningu beint að ungum neytendum

Athygli vekur að þegar heimasíður smálánafyrirtækja eru skoðaðar virðast þær stunda markaðssetningu sem beint er sérstaklega að ungu fólki, til dæmis eru á vefsíðunum taldir upp þeir hlutir sem fólk getur keypt fyrir lánsféð, oftast hlutir sem ungt fólk kaupir gjarnan. Þá er á sumum þessara vefsíðna beint spjall við þjónustufulltrúa í gegnum spjallglugga og í mörgum tilvika er það þjónustufulltrúinn sem hefur frumkvæði að samskiptum með því að senda viðkomandi gesti á vefsíðunni skilaboð þar sem fulltrúinn býður fram aðstoð sína.

Golfáhugamaður sagður heilinn á bak við fyrirtækin

Þegar óskað er eftir upplýsingum um eigendur og stjórnendur smálanafyrirtækjanna fæst uppgefið nafnið Ondreij Smakal, en hann er golfáhugamaður á fertugsaldri sem einnig tengist smálánafyrirtækjum utan Íslands,  í Tékklandi, Danmörku og Bretlandi. Í stuttri kynningu um Ondrej er hann sagður hafa átján ára reynslu í fjármálageiranum, markaðssetningu og framkvæmdastjórn, lítið annað er þó vitað um manninn og ekki virðist vera mögulegt að hafa samband við hann nema með milligöngu þjónustufulltrúa smálánafyrirtækjanna, en smálánafyrirtækin eru undir hatti fyrirtækisins Ecommerce2020 ApS. Þá er meintur fjármálastjóri móðurfélagsins sögð heita Lucie Bartonova en um hana er fátt að finna annað en það sem fram kemur á vefsíðunni Kredia Group en þar segir “ Reyndur fjármálastjóri. Undir eftirliti hennar byrjaði Kredia Group alþjóðlega útrás með áherslu á vestur og norður mörkuðum„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila