Sex dagar í að WHO fái gríðarleg völd yfir heilbrigðismálum 194 landa – Málið hefur ekki enn verið rætt á þingi

Nú eru aðeins sex dagar í að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fái gríðarleg völd yfir heilbrigðismálum 194 löndum en það hefur vakið töluverða athygli að málið hefur enn ekki verið rætt á Alþingi. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi ræddi Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi um málið en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Málið snýr að afsali valds ríkja yfir hluta af heilbrigðismálum og ef málið fer í gegn mun WHO geta tekið ákvarðanir þegar heimsfaraldur geysar fyrir hönd þeirra ríkja sem samþykkja valdaframsalið, og tekið ákvarðanirnar án þess að þing eða þjóð komi að þeim.

Málið umdeilt

Gústaf segir að næstu helgi fari fram þing WHO í Genf þar sem tekin verður ákvörðun að taka við þessum völdum ríkjanna og þar með hafi ríkin 194 ekkert um þau mál að segja. Upp hafa sprottið nokkrar deilur og hefur Rick Scott sem var fyrsti öldungadeildarþingmaður repúblikana tjáð sig um málið og segir það stangast á við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar, fleiri hátt settir embættismenn eru einnig farnir að rumska og þá hefur innan Evrópusambandsins verið varað við þessu yfirvofandi valdaframsali. Búast má við að það sama gildi hér á landi en hingað til hefur enginn þingmaður rætt þetta mikilvæga mál á Alþingi Íslendinga og tíminn er við það að renna út.

Óhugnanlegir hagsmunir lyfjarisa

Í þættinum benti Arnþrúður á að lyfjarisarnir hafi ítök innan WHO og það sé óhugnanlegt að hugsa til þess í ljósi þess að þeir hafi hagsmuni af því að ráða hvort lönd séu opin eða lokuð og geti fengið að gera hvað sem þeir vilja gera við fólk. Þá benti Arnþrúður á að það sé ljóst að málið hafi verið á borði einhvers heilbrigðisráðherra hér á landi sem hafi þá tekið ákvörðun í málinu, hvort Ísland ætlaði að vera partur af þessum breytingum sem 194 lönd taki nú þátt í. Lítið hafi hins vegar heyrst af því hver hafi tekið þá ákvörðun.

Gústaf segir að þingkonan Kristina Anderson sem er í flokknum Vakostur Þýskalands hafi rætt málið mjög opinskátt og bendir á að þetta sé partur af því að afnema lýðræðið og koma völdum í hendur alþjóðastofnana og hefur hvatt fólk til þess að hafa samband við evrópuþingmenn til þess að reyna koma sínum sjónarmiðum á framfæri og koma í veg fyrir að fólk verði svipt borgaralegum réttindum.

Skjölum komið inn bakdyramegin

Arnþrúður segir að þó fólk hafi samband við þingmenn þá séu þeir kannski með skjöl í höndunum sem leynd hvíli yfir og eru merkt sem trúnaðarskjöl og þeim því ekki heimilt að tjá sig um þau, þar af leiðandi sé varla svarað og þeir megi helst ekkert segja því þá sé það notað gegn þeim.

„þannig er verið að trúnaðarmerkja skjöl sem þurfa að fara bakdyramegin í gegn“ segir Arnþrúður.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila