Sex einstaklingar áfram í gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins

Sex einstaklingar. þrír karlar og þrjár konur voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald eða til 26.mars næstkomandi.

Fólkið var handtekið í umfangsmestu aðgerðum lögreglu hingað til gegn skipulagðri brotastarfsemi en fólkið er meðal annars grunað um vinnumansal, peningaþvætti og brot á útlendingalögum.

Í aðdraganda aðgerða lögreglu hafði verið fylgst með fólkinu og athöfnum þess um nokkurt skeið en rannsókn málsins teygir sig meðal annars til Víetnam þaðan sem fólkið er.

Sem fyrr segir er málið mjög umfangsmikið og hafa tugir verið yfirheyrðir vegna málsins og þar á meðal fjöldi einstaklinga sem talið er að séu fórnarlömb mansals.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila