Sigmundur Davíð: Hræðslubandalagið orðið að veruleika

Sú ríkisstjórn sem nú hefur verið mynduð er ekki mynduð um neitt annað en ótta við kosningar og kjósendur og því vel við hæfi að hún fái nafnið Hræðslubandalagið. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Sigmundur segir ríkisstjórnarflokkanna ekki hafa átt neitt nema eitt sameiginlegt frá upphafi og það hafi verið að þeim hafi langað svakalega mikið í ráðherrastóla sem þeir hafi fengið. Síðan hafi þeir haldið stólunum meðal annars vegna þess að þeir fengi tveggja ára frí á meðan Covid gekk yfir en þá þegar voru komnir brestir í samstarfið.

Ríkisstjórnin fékk 2ja ára hvíldarinnlögn

Eftir Covid fríið fékk ríkisstjórnin tveggja ára hvíldarinnlögn segir Sigmundur. Síðan tóku við eldgos og svo eitt og annað sem til féll. Þannig hefur ríkisstjórnin alveg komist hjá því að þurfa að taka á pólitíkinni. Bendir Sigmundur á að Bjarni hafi sagt í upphafi að þetta væri ekki ríkisstjórn um stór pólitísk mál. Segir Sigmundur að það hafi svo sannarlega reynst rétt því þetta sé ríkisstjórn sem snúist um stóla og að sitja á stólunum og úthluta þaðan einhverjum gæðum.

Óttinn mun fylgja þessari ríkisstjórn áfram

Hann segir að nú virðist sem svo að óttinn við kosningar hafi orðið öllu yfirsterkari og þau ákveðið að vera saman áfram en sá ótti muni ekkert hverfa því nú komi sá ótti í staðinn hvað samstarfsflokkarnir muni gera því enginn vilji vera síðastur á þessu sökkvandi skipi. Freistingin til að vera sá flokkur sem segi að þetta sé komið gott og vilji kosningar eykst og Bjarni getur átt von á því helst frá VG og að einhverju leyti frá Framsókn líka.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila