Símatíminn: Björgólfsfeðgar með gríðarlegt fjármagn í 50 félögum sem þeir földu í skattaskjólum

Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Bjórgólfsson.

Björgólfsfeðgar földu milljarða í 50 aflandsfélögum skattaskjólum í Panama, og ekkert er vitað um uppruna milljarðana sem þeir földu. Þetta var meðal þess sem fram kom í símatímanum í dag en þar ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Pétur Gunnlaugsson um úttekt Inga Freys Vilhjálmssonar blaðamanns Stundarinnar á gífurlegum fjármunum sem Björgólfsfeðgar földu eins og fyrr segir í skattaskjólum “ Stundin var að segja frá því sem ekki var sagt frá í Panamamálinu á sínum tíma, Björgólfsfeðgum, þeir voru með 50 félög í einhvers konar starfsemi, gríðarlegt fjármagn sem enginn veit upprunan á, þetta var bara einn köngulóarvefur sem var í kringum þá, og þetta hefur aldrei komið hér inn í umræðuna á Íslandi í sambandi við þessi Panamaskjöl, þeir hafa alltaf sloppið frá því, auðvitað standa allir bara eins og spurningamerki á eftir, hvernig þetta hafi verið hægt, þetta voru eigendur Landsbankans, bankanum var bjargað frá því að fara á hausinn en þeir standa eftir með alla þessa fjármuni, og 50 félög, og það má ekki segja orð um þetta og búið að taka greinina út„. sagði Arnþrúður. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila