Símatíminn: Full ástæða til að ræða nauðganir af hálfu hælisleitenda frá öðrum menningarheimi

Það er full ástæða til þess að fólk ræði þau nauðgunarmál sem átt hafa sér stað að undanförnu meðal annars af hálfu hælisleitenda sem starfa sem leigubílstjórar því þeir koma frá öðrum menningarheimi þar sem konur eru lítils metnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í spjalli Arnþrúðar Karlsdóttur í Símatímanum.

Arnþrúður segir nauðsynlegt að ræða þessi mál því þetta sé ekki það samfélag sem Íslendingar vilji. Íslendingar geti fengið talsvert um það ráðið og þurfi ekki að lúta því að fólk sé nánst grýtt fyrir það að hafa skoðanir á því hvort konur fái að vera í friði með líf sitt eða ekki.

Pétur segir að alls ekki megi gera lítið úr því þegar leigubílstjórar séu farnir að nauðga konum sem séu einar með þeim í bílum sínum og það sé athyglisvert að mikill fjöldi slíkra mála komi upp eftir að lögunum um leigubílaakstur var breytt og hann gefinn mjög frjáls. Arnþrúður tekur undir og segir að þetta sé þróun sem verði að stöðva. Alls ekki eigi að tala vandamálið niður heldur taka því alvarlega og vara fólk við.

Arnþrúður bendir á að heiðvirðir bílstjórar hafi gripið til ráðstafana og bílstjórar hjá hreyfli hafi til að mynda merkt sig sérstaklega með íslenska fánanum til þess að kúnnarnir viti að það sé íslenskur leigubílstjóri undir stýri og fólk geti verið öruggt.

Arnþrúður segir að þeir sem hingað komi til lands með allt aðra siði til landsins og séu að nauðga konum finnst þeim kannski ekki að vera að brjóta af sér því þeir komi frá allt öðrum menningarheimi og það jafnvel tíðkast að konur séu meðhöndlaðar í þeirra heimalandi með þessum hætti. Það er það sem er og þetta eru siðir sem við viljum ekki segir Arnþrúður.

Arnþrúður segir að þó hér sé mikið talað um inngildingu og lögð áhersla á hana þurfi Íslendingar ekki að sætta sig við að þeim sé ætlað að laga sig að siðum útlendinga sem hingað koma. Íslenska þjóðin segir einfaldlega nei við því.

Hlusta má á spjallið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila