Símatíminn: Mikilvægt að fólk átti sig á framkvæmd skoðanakannana og hver borgar þær

Það er mjög miklvægt að fólk geri sér grein fyrir því hvernig skoðakannanir eru framkvæmdar og hver borgi fyrir þær því atriði eins og framkvæmdin getur haft heilmikið um niðurstöðurnar að segja. Þetta var meðal þess sem fram kom í spjalli Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í morgun.

Arnþrúður sagði framkvæmd skoðanakannana hafa breyst í gegnum áranna rás. Hér áður fyrr hafi verið notaðir svokallaðir spurningavagnar sem gáfu oft nákvæmar niðurstöður. Þeir hafi verið framkvæmdir þannig að hringt var í fólk af handahófi og það spurt um afstöðu til málefna.

Skoðanir fólks í skoðanakönnunum eru kannaðar fyrirfram

Í dag sé nánast eingöngu framkvæmdar netkannanir þar sem valið er út ákveðið úrtak þátttakennda og oft er um stóran hóp að ræða. En oftar en ekki þá hafi þau fyrirtæki sem geri slíkar kannanir mjög miklar upplýsingar fyrirfram um þá sem taka þátt og geta þannig vitað nokkuð með vissu hvaða skoðanir úrtakið hefur. Þeir geta valið fólk eftir stjórmaálaskoðunum og afstöðu þeirra til ýmissa málefna eins hvort viðkomandi er umhverfisverndarsinni eða ekki, á móti hvalveiðum eða ekki, fylgjandi loftlagsaðgerðum eða ekki og þannig reiknað út hvaða líkur eru á niðurstöðu hópsins sem settur er saman í s.k. panelhóp.

Því er þetta framkvæmt þannig ef spyrja á um afstöðu til stjórnmálaflokka fyrir einhvern ákveðinn stjórnmálaflokk þá er oft helmingur þeirra sem valin er, sem vitað er að myndi kjósa viðkomandi flokk. Á þann hátt er svo hægt að stýra í raun hver niðurstaðan verður.

Hlusta má á nánari umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila