Símatíminn: Stjórnvöld loka kæruleiðum fyrir almenning en vilja taka á netníði sem snýr að þeim sjálfum

Á meðan almenningur sem verður fyrir netníði getur ekki kært viðkomandi netníðing þar sem ekki er tekið við kærum hafa stjórnvöld þungar áhyggjur af netníði sem snýr að þeim sjálfum og vilja hefja herferð gegn því. Þetta kom fram í samtali Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í dag. Þar ræddu þau Arnþrúður og Pétur um þá hugmynd Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að Þjóðaröryggisráð komi að því að taka á netníði og dreifingu falsfrétta í aðdraganda kosninga, en þegar almenningur leiti til yfirvalda vegna slíkra máli komi fólk að lokuðum dyrum ” menn eru nafngreindir hægri, vinstri og það er ekkert hægt að gera í því, það sem við höfum talað um hér eru nafnleysingjarnir og við höfum talað um netníðingana á netinu og höfum bent oft á þetta en nei þá eru yfirvöld alveg sljó því þetta varðar almenning í landinu, það er búið að loka á allar kæruleiðir til dæmis til lögreglu, þetta er samt inni í almennum hegningarlögum og þetta er inni í stjórnarskránni ákvæði um einkalíf og persónuvernd, en nei þá er bara ekkert tekið á móti kærum“,segir Arnþrúður. Hlusta má á samtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila