Hætta á að Sjálfstæðisflokkurinn endi varanlega með undir 20% fylgi

Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins

Hætta er á að Sjálfstæðisflokkurinn endi á að verða flokkur sem verði með undir 20% fylgi varanlega ef forustumenn hans halda áfram þeirri vegferð sem flokkurinn er á í dag. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í dag.

Styrmir segir flokkinn hafa færst af þeirri leið að vera flokkur fólksins í landinu, stétt með stétt, sem hefur orðið til þess að flokkurinn hefur misst tengslin við alþýðuna og verkafólk, flokkurinn þurfi að ná sambandi við fólkið á ný

þegar ég tala um að flokkurinn þurfi að ná sambandi við fólkið í landinu á ný þá er ég að tala um þessi öfl, verkalýðinn og fleiri slíka hópa, hópa sem áður voru í tengslum við flokkinn„,segir Styrmir.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila