Sjöfn Kolbeins sýnir í Gallerý Grásteini

Næstkomandi laugardag 4. mars kl. 15-18 opnar myndlistakonan Sjöfn Kolbeins sýningu í Gallerý Grásteini, Skólavörðustíg 4. Sjöfn er fædd 1961 á Akranesi og býr núna í Kópavogi.

Sjöfn er mikill náttúruunnandi og sækir innblástur í allt það sem sem vekur upp hrifingu en hún byrjaði að mála 1990 til að fá útrás fyrir sköpunarþörfina. Sjöfn er afar fjölhæf og hefur málað með vatnslitum, akrýl og olíumálingu, auk þess sem hún notar blandaða tækni til að fá fallega útkomu.

Verk hennar má finna á heimilum víðs vegar um heim, svo sem á Íslandi, í Danmörku, Englandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Indlandi. Sýningin stendur til og með 28. mars og er opin alla daga kl. 10-18.

Sjá má nokkur verka hennar hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila