Sjúklingar geta upplifað þrýsting og óski þess vegna eftir dánaraðstoð (líknardrápi)

Sjúklingar með erfiða sjúkdóma eða fötlun af einhverju tagi geta fundið fyrir þrýstingi annað hvort vegna eigin upplifunar eða af hálfu annara sem leitt getur til þess að þeir vilji samþykkja dánaraðstoð. Þetta var meðal þess, sem fram kom í máli Jóns Snædal öldrunarlæknis í þætti Péturs Gunnlaugssonar.

Jón segir að þrýstingurinn sem sjúklingurinn upplifi geti verið á þann hátt að hann telji, að hann sé orðinn byrði á fjölskyldu sinni og vilji losa fjölskylduna undan þeirri byrði og samþykki því dánaraðstoð. Þetta sé eitt af þeim atriðum sem þarf að hafa í huga þegar menn vilja lögleiða dánaraðstoð.

Þeir sem glíma við erfiða sjúkdóma geta átt við þunglyndi að stríða

Margar spurningar vakna, ekki síst siðferðilegar, sem þarf að svara, þegar rætt er um dánaraðstoð (líknardráp). Þeir sem glíma við erfiða sjúkdóma geta átt við þunglyndi að stríða og sjá ekki aðra lausn en þá að binda enda á líf sitt. Segir Jón að þunglyndið, sem hellist yfir viðkomandi sjúkling þarf ekki endilega að vera viðvarandi. Oft gengur þunglyndið til baka og fólk finnur nýjan tilgang með í lífi sínu eða fá meðferð sem kemur þeim að góðu gagni.

Utanaðkomandi þrýstingur getur haft slæm áhrif

Það sé því ástæða til þess að fylgjast með því hvernig upplifun sjúklingsins sé og athugí hvað hægt sé að gera fyrir hann svo hann finni ekki fyrir utanaðkomandi þrýstingi, hvort sem hann sé raunverulegur eða ekki.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila