Skagfirðingurinn Sverrir: Þjóðlendumálið stærsta þjófnaðarmál á Íslandi

Skagfirðingurinn Sverrir sem er bóndi á níræðisaldri fylgist vel með þjóðmálunum og furðar sig á mörgu sem er að eiga sér stað á þeim vettvangi en Sverrir sem hringdi í símatímann á Útvarpi Sögu veltir nú fyrir sér þeim ógöngum sem þjóðlendumálið er nú komið í.

Benti Sverrir á að upphaflega hafi þjóðlendurnar það land sem tilheyrði hálendinu en nú sé svo komið að þær séu búnar að teygjast bókstaflega út í hafsauga þar sem nú stendur til að ríkið taki til sín eyjar og sker. Þessa tilhögun er Sverrir síður en svo sáttur með og segir að þjóðlendumálið sé í raun stærsta þjófnaðarmál á Íslandi. Hann segir hættu á að ef fram heldur sem horfir muni bændur í framtíðinni þurfa að halda fé sínu heima í girðingu og þá mun lambakjötið ekki vera lengur sú villibráð sem það er í dag. Þá ræddi Sverrir um loftslagsmálin og segir hann einni spurningu hvað þau mál varðar ósvarað. Það er sú spurning hver loftslagsváin hafi verið þegar landnámsmenn námu hér land því í þá daga hafi verið mikið hlýrra en nú. Til dæmis hafi Vatnajökull þá heitið Klofajökull þar sem skarð var í gegnum hann.

Í þættinum sendi hann stjórnvöldum pillu með tveimur vísukornum sem lesa má hér að neðan:

Vísa um þjóðlendumálið

Kraumar undir eldur
þó andi frá stjórnvöldum kalt
bankarnir gefnir, Síminn seldur
og svo á að hirða
landið allt.

Vísa um slakt gengi Vinstri grænna í skoðanakönnunum

Hennar er fallin heilla sól
heldur vel það munum
fórnaði bara fyrir stól
flokknum og hugsjónunum

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila