Söngvakeppni Sjónvarpsins mikil vítamínsprauta fyrir íslenskt tónlistarlíf

Söngvakeppni Sjónvarpsins er mikil vítamínsprauta fyrir tónlistarlífið á Íslandi og því mikilvæg til dæmis fyrir unga tónlistarmenn sem vilja koma sér á framfæri. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jens Guð bloggara í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag.

Til marks um þá grósku sem er í tónlistarlífi á Íslandi eru rétt um 300 lög sem send eru í keppnina ár hvert og svo valið úr þeim hvaða lög komast inn í sjálfa keppnina. Jens bendir á að svo séu mörg þessara laga sem enda á plötu hjá viðkomandi listamanni og því ljóst að megnið af lögunum sem send eru inn eru mjög frambærileg og líklega sé litlu sem skeikar þegar kemur að því að lag nái að heilla dómnefnd.

Jens segir að þá séu aðrar keppnir af svipuðum toga eins og Idol ekki síður mikilvægar og nefndi Jens að Laufey Lín Grammy verðlaunahafi og ein skærasta tónlistarstjarna Íslands um þessar mundi sé búin að taka þátt í mörgum slíkum keppnum. Þar hafi hún meðal annars fengið mikla þjálfun í því að koma fram.

Það hver verður stjarna í slíkum keppnum er þó ekki eingöngu bundið við hver sé sigurvegari því mörg dæmi séu um að þátttakendur sem hafi í öðru og jafnvel þriðja sæti hafi orðið að vinsælum tónlistarmönnum. Til dæmis vann Laufey ekki í slíkri keppni en leiðin hennar lá í aðrar áttir og varð stjarna algerlega út frá eigin forsendum.

Það merkilega gerðist í Svíþjóð að í undankeppninni þar fóru með sigur af hólmi norsku tvíburabræðurnir Marcus og Martines en það er ekki oft sem það hendir að Svíar velji lag flutt af keppendum af öðrum norðurlöndum þó dæmin séu vissulega til.

Jens segir nokkuð merkilegt að Svíar hafi leitað til Noregs í þetta sinn því Svíar eigi mjög margra þekkta lagasmiði sem framleiða smelli á færibandi til dæmis fyrir amerískan markað sem hafa ratað á fjölmargra vinsældarlista. Þar megi nefna að þeir hafa til dæmis samið helstu smellina fyrir Britney Spears,Justin Timberlake og fleiri sem hafa slegið í gegn á heimsvísu.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila