Sonur Lindu vildi ekki sitja undir nýju kynfræðslunni í skólanum

Það er mjög mikilvægt að skólarnir séu með námsefni sem foreldrar kunni skil á og þekki því það er nauðsynlegt að hafa tengingu á milli kennara og heimila. Eins það er mikilvægt að hafa tengingu milli nemandans og heimilis. Því má heldur ekki vera með námsefni sem gerir börn ringluð. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sturlu Kristjánssonar sálfræðings og fyrrverandi fræðslustjóra og skólastjóra og Lindu Bjargar Magnúsdóttur móður og sjúkraliða í Menntaspjallinu í dag en þau voru gestir Valgerðar Snæland Jónsdóttur.

Sturla bendir á,ef foreldrar kunni ekki eða fái ekki að vita um það sem skólinn er að kenna börnunum verði ákveðið rof milli nemandans og heimilisins sem kunni ekki góðri lukku að stýra.

Kynin orðin fleiri en tvö

Linda sagði frá móður sem átti barn í þriðja bekk, sama bekk og yngri sonur Lindu, hafi haft samband við hana vegna hinseginkennslu í skólanum. Í skólastofunni hengu veggspjöld um hinsegin málefni þar sem á stóð að kynin væru fleiri en tvö og segir Linda að móðirin hafi sagt henni að barnið hennar væri hálf ringlað á þessu öllu og skyldi í raun ekki hvað væri verið að fjalla um þegar talað sé um hana, hann og hán, kvár og svo framvegis. Móðirin sagði að hún væri ósátt með að verið væri að stimpla það inn í börnin að kynin væru fleiri en tvö.

Linda bendir á að þarna sé verið að fara með ákveðna hugmyndafræði sem deildar meiningar væri um. Ekki væru allir sammála því að kynin séu fleiri en tvö enda sé það kennt í líffræði að kynin séu tvö. Móðirin bað Lindu að spyrja sína stráka, sem væru í fimmta bekk, út í kennsluhættina og segir Linda að þeir hafi tjáð henni að það væru kennarar í skólanum sem héldu því fram að sumir strákar væru kannski ekki strákar. 1heldur eitthvað annað kyn og hægt væri að breyta því með aðgerð. Linda segist í framhaldinu spurt annan drenginn sinn hvernig honum liði þegar verið væri að tala um þetta og þá tjáði hann henni að honum liði illa með það.

Þá segir hún að drengurinn sinn hafa sagt henni að hann vildi ekki vera í tímum þar sem verið væri að ræða þessa hluti. Þá bendir Linda á að þessi fræðsla í skólanum stangist einnig á við þær skoðanir sem heimilisfólkið hennar hefur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila