Spá Guðrúnar Kristínar og Esterar: Ríkisstjórnin frá völdum, verkbann kemur til framkvæmda og átök innan Eflingar

Eins og oft áður bregðum við á leik með miðlum og fengum til okkar þær Guðrúnu Kristínu Ívarsdóttur og Ester Sveinbjarnardóttur til þess að horfa til framtíðar og greina hlustendum frá því sem þær sjá gerast í náinni og jafnvel fjarlægri framtíð.

Verkföll og vinnudeilur

Þær stöllur segja að það sé mikilvægt að fólk sýni hvert öðru nærgætni á erfiðum tímum sem þessum og fólk sem ekki geti lifað á sínum launum eigi rétt á því að vera á launakjörum sem geri því kleift að lifa af. Vinnudeilurnar sem nú standa yfir verða afar harðar og erfiðar ekki síst vegna þess að hér á landi sé mikið af erlendu verkafólki sem líti launadeilur öðrum augum en við Íslendingar.

Þær segja að verkbann muni koma til framkvæmda en að lokum muni ríkisstjórnin grípa inn í með lagasetningu og telja þær líklegt að það muni gerast um miðjan mars. Mikil átök eru innan Eflingar og segja þær að eftir verkfallið muni Sólveig Anna láta af formennsku og annar formaður muni taka við keflinu.

Efnahagsmálin á íslandi

Með haustinu verður töluvert rólegra á vinnumarkaði og þaðan munu berast góðar fréttir. Meðal annars þær að mörgum fyrirtækjum í tölvu og tækigeiranum muni ganga mjög vel. Eitt af þeim fyrirtækjum mun koma að þróun betri nýtingu á raforku sem nýta megi til þess að smíða rafflugvélar. ESB mun styrkja Ísland til þess að flýta orkuskiptum í flugi. Hvað vindorkuna varðar þá segir

Guðrún að hér verði vindmyllum komið upp en þær verði á vegum ríkisins en ekki erlendra aðila. Ester segir að vindmyllurnar verði þó ekki settar upp í stórum stíl því virkjun sjávar muni skila góðum árangri. Þá sjá þær að vindorku og sólar og vindorkuver verði í auknum mæli tekin í notkun í Austurlöndum.

Erlendir aðilar verða stórtækir í jarðakaupum hér á landi á næstunni og oftar en ekki munu þeir notast við leppa við fjárfestingarnar, meðal annars munu Kínverjar fjárfesta í landareignum utan við höfuðborgarsvæðið, meðal annars í Borgarfirði og Norðanlands, Langanes er þar meðal annars á blaði og Finnafjörður.

Bretar og Ítalir munu hins vegar ásælast jarðir á Austurlandi fyrst og fremst vegna vatnsauðlinga og mögulegrar raforkuframleiðslu. Vinnuflokkar frá Evrópu munu koma hingað til lands og reisa nýja þéttbýliskjarna þar sem fólk sem flýr höfuðborgarsvæðið vegna húsnæðisskorts mun setjast að. Þá mun talsverður fjöldi flytjast til Húsavíkur. Samfara auknum umsvifum erlendra aðila hérlendis mun hálendislest líta dagsins ljóss eftir um 20-30 ár. Þá mun Ísland taka upp Evru innan tíu ára án þess þó að ganga í Evrópusambandið.

Stjórnmálin

Ríkisstjórnin mun fara frá völdum á næstunni og verður það fyrst og fremst spilling sem mun fella hana og þess sem kjaramálin munu spila inn í. Ýmislegt misjafnt mun koma upp á yfirborðið með söluna á Íslandsbanka, meðal annars að með henni hafi menn verið að moka fé í eigin vasa. Þá mun koma upp eitthvert hneyskli í kringum Bjarna Benediktsson sem varðar söluna á Íslandsbanka. Þá bætir ekki úr skák að fólk upplifir að ríkisstjórnin hafi afskaplega lítið gert fyrir almenning og þá er hver höndin upp á móti annari innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar.

Guðrún segir bólusetningarskyldu ekki verða að veruleika og fólk verði ekki beitt lögregluvaldi vegna bólusetninga. Ester er ekki sammála og telur ríkisstjórnina ná að læða málinu í gegn. Afleiðingar af bólusetningarsprautunum verða afhjúpaðar og mun það gerast með þeim hætti að læknir einn mun stíga fram og leggja öll spilin á borðið. Í kjölfarið verður mikil reiði meðal almennings.

Utanþingsstjórn mun taka við eftir að ríkisstjórnin fer frá völdum þar til kosið verður í nóvember en þar verður meira kosið um fólk heldur en flokka. Ester segir að náttúrlegar lækningar muni sækja í sig veðrið og muni þýskur aðili stofna hér apótek sem mun sérhæfa sig á sviði náttúrulækninga.

Fólk mun allt þar til ný ríkisstjórn tekur við flýja land unnvörpum. Fyrst og fremst flýr fólkið vegna efnahagsástandsins og verðið á matvöru.

Sigmundur Davíð verður sá sem mun leiða næstu ríkisstjórn eftir að Miðflokurinn skiptir um nafn og mögulega sameinast Framsóknarfloknum. Áður en það gerist mun þó Sigurður Ingi hætta sem formaður vegna hneykslismála sem tengd eru svikum í kringum fasteignamál. Kona um fertugt tekur við formennsku hjá Framsókn.

Flokkur Sigmundar mun taka fylgi frá Pírötum. Sósíalistaflokkurinn mun bæta við sig fylgi og nýliðun verður talsverð innan flokksins og unga fólkið verður þar mjög áberandi. Vinstri grænir munu detta út af þingi og fer Katrín Jakobsdóttir að sinna menntamálum innanlands með góðum árangri. Ester telur aftur á móti að VG haldi sínu fastafylgi og komist þannig áfram en þó ekki í ríkisstjórn. Inga Sæland á eftir að gera góða hluti á árinuog taka á ýmsum málum. Þá mun Þorgerður Katrín koma með nokkrar bombur inn í umræðuna á næstunni. Samfylkingu mun ganga prýðilega á næstunni með Kristrúnu Frostadóttur í fararbroddi. Nýja brumið mun hins vegar fara af Pírötum og sömuleiðis talsvert af fylginu. Sósíalistar bæta við sig og efla flokkinn með ungu fólki.

Lindarhvolsmálið afhjúpar vinatengsl þingmanna og útrásarvíkinga

Kollvörpun verður í Lindarhvolsmálinu þegar í ljós kemur að þingmenn sem sitja og sátu á þingi hafi tengs við málið og afhjúpuð verða vinatengsl þeirra við útrásarvíkinga og meðal þeirra er Ólafur Ólafsson í Samskipum.

Spilling í borginni

Það mun koma upp spillingarmál hjá borginni hvað varðar lóðasölu og manneskja tengd braggamálinu mun koma fram og opna sig og varpa ljósi á ýmislegt misjafnt sem ekki þoli dagsins ljós.

Heilbrigðismálin

Það mun hægja á aðgerðum á spítölum vegna móttöku særðra hermanna frá Úkraínu og það mun valda titring meðal almennings. Það mun hins vegar koma á daginn að ekki verði nógu margt starfsfólk til þess að sinna öllum þeim hermönnum sem koma þó pláss verði til staðar fyrir þá.

Ester sér fyrir sér alvarlegar afleiðingar ef hugmyndir um LSD tilraunir á föngum verða að veruleika. Guðrún því veltir fyrir sér hvort mikil umræða um hugvíkkandi efni séu áhrif frá Kára og telur að fangar verði að lokum tilraunadýr í tilraunum stjórnvalda með LSD. Hún segir það stefnu peningavaldsins að slæva þjóðina með hugvíkkandi efnum og Ester telur stjórnmálamenn séu að kaupa sér vinsældir með þessum hætti.

Utanríkismál

Það ber fyrst að nefna að glóbalistar ná ekki að setja á eina heimsstjórn eins og þeir hafa lengi stefnt að.

Stríðinu í Úkraínu fer að linna og er Guðrún alveg hörð á því. Það verða læti meðal almennings í Rússlandi og Pútín fer frá völdum. Ester segist sammála því og að síðar muni saminganefnd með Ítalíu og Frakklandi í fararbroddi semja um frið á heimsvísu, Rússar muni draga úr hernaði almennt og það verður bylting í Rússlandi. Annar maður sem kemur í stað Pútíns er ekki maður friðar og verður því látinn fara einnig. Upphafið að þessari breytingu gæti orðið í Maí. Þær segja að margir munu þurfa að taka pokann sinn eftir stríðið. Stríðið hafi í raun snúist um að ræna auðlindum, sem og börnum og gera þau að Rússum. Þetta stríða hafi í raun snúist allt um peninga sem menn mokuðu í eigin vasa. Ester telur að stríðið muni ekki hafa slæm áhrif á Ísland.

Fyrir þá sem vilja fá einkatíma hjá Guðrúnu og Ester bendum við á vefsíðu þeirra Miðlun að handan sem sjá má með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila