Spá miðlana Guðrúnar Kristínar og Birgittu Hilmarsdóttur

Í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag var brugðið á leik með miðlunum Guðrúnu Kristínu Ívarsdóttur og Birgittu Hilmarsdóttur en þær litu í tarot spil og pendúl og segja okkur frá því sem þær sjá gerast í forsetakosningunum og á sviði stjórnmálanna og utanríkismála á næstunni og kom þar marg spennandi í ljós. Rétt er að geta þess að spádómurinn er aðeins samkvæmisleikur.

Stjórnmálin

Hvalur hf fær ekki leyfi til veiða

Ríkisstjórnin mun aðeins lifa til haustsins eða fram í ágúst eða september enda kemur flokkunum ekki vel saman um mikilvæg mál. Hörð mótmæli verða í aðdraganda ríkisstjórnarslitanna. Meðal þess sem fólk verður óánægt með er staða Svandísar Svavarsdóttur sem skipti um ráðherrastól til þess að flýja ábyrgð sína í hvalveiðimálinu. Nýji matvælaráðherran Bjarkey Olsen hlýðir því sem Svandís segir henni að gera og mun því ekki veita Hval hf leyfi til veiða.

Hneyksli sem tengist Bjarna Ben

Vegna máls Svandísar mun Hvalur hf fara fram á gríðar háar bætur og mun ríkið verða ósátt við þá kröfu. Að lokum munu þó samningar takast um bætur. Þá mun koma upp eitthvað hneykslismál sem kemur Bjarna Ben illa segir Guðrún en ekki kemur fram hvers eðlis hneykslið er.

Í nýrri ríkisstjórn: Sigmundur Davíð, Kristrún Frosta og Inga Sæland

Þegar ríkisstjórnin fer frá og ný ríkisstjórn tekur við munu hana skipa meðal annars Sigmundur Davíð og Kristrún Frostadóttir. Berglind segir einnig að Inga sæland muni koma mjög sterk inn. Þá verður Logi Einarsson áfram viðloðandi stjórnmálin og verður jafnvel heilbrigðisráðherra að sögn Guðrúnar.

Guðrún segir að fólkið treysti Sigmundi Davíð og það sé mikilvægt að hann verði stabíll innan ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórninni mun takast að koma skikki á efnahagsmálin en þó ekki alveg strax en þegar allt verður komið í sitt horf verði fólki loksins gert kleift að kaupa eigið húsnæði.

Forsetakosningarnar

Guðrún segir og hefur reyndar minnst á það í spám áður að Lilja Alfeðsdóttir gæti orðið forseti á Bessastöðum. Ef ekki núna þá á næstu árum. Það verður að minnsta kosti ljóshærð kona sem mun verða næsti forseti landsins en viðkomandi kona mun þó sitja aðeins eitt kjörtímabil. Hvað Katrínu varðar sem hingað til hefur verið sögð hafa mest fylgi þá munu koma upp hneykslismál sem muni reyta af henni fylgið. Hneykslismálin munu meðal annars snúa að hagsmunatengslum við Gallup sem og notkun Katrínar á almannasjóðum sem sólundað hefur verið, því verði haldið fram að hún hafi verið að greiða fyrir þöggun á óþægilegum málum.

RÚV mun hins vegar ekkert ræða um þessi hneykslismál. Katrín mun því ekki vinna kosningarnar eða verða næsti forseti. Það erum einkum fjórir einstaklingar sem munu blanda sér í loka baráttuna. Birgitta tekur undir þetta og segir að koma muni einnig í ljós að skoðanakannanir sem gerðar hafi verið séu byggðar á blekkingum. Hvað ánægju fólks um hinn nýja forseta varðar þá mun fólk skiptast alveg í tvær fylkingar en konan muni standa sig vel og vera til sóma í embættinu.

Jarðhræringar

Jarðhræringarnar í Grindavík eru langt frá því búnar og fyrirtækin þar í bæ munu flytja frá Grindavík að sögn Guðrúnar. Verða þau einnig svikin um bætur sem mun valda ólgu. Fyrirtækin munu flytjast til Þorlákshafnar sem og í nýja byggð á milli Garðs og Sandgerðis sem þar mun rísa. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir Grindvíkinga koma ekki til með að ganga upp sem mun valda mikilli reiði og vonbrigðum. Birgitta segir að hún sjái að Grindvíkingar verði mjög ósáttir við að þeim sé mismunað innbyrðis. Þá segir hún að Grindavík verði að lokum skellt í lás og engin fái að snúa þangað aftur.
Hvað áframhaldandi eldgos varðar segir Guðrún að það muni gósa á þessum slóðum næstu árin og muni þessi hrina eldgosa að lokum teygja sig til meðal annars til Bláfjalla. Bárðarbunga sé einnig að búa sig undir gos og þá muni einnig gjósa á Austurlandi.

Utanríkismálin

Átökunum fyrir botni miðjarðarhafs er ekki að ljúka en lýkur fljótt þegar það gerist. Árásirnar eiga eftir að aukast og Gaza verður jafnað við jörðu og verður þar fjöldadráp með nýjum vopnum. Gríðarleg heift og illska er á svæðinu sem á eftir að dreifast víða. Svo gerist eitthvað sem veldur því að friður kemst á í ágúst eða september. Þá eru deilurnar á milli Ísreal og Írans ekki búnar og segir Guðrún að annað land muni blandast í deilurnar. Rússar munu að lokum koma og krefjast þess að Gaza stríðið verði stöðvað.

Hvað varðar Úkraínustríðið þá er það alls ekki búið því Úkraínumenn eru að fá meiri vopn. Rússar munu þó semja um frið að lokum því þeir séu í raun búnir að vinna. Erdogan Tyrklandsforseti mun koma með útspil í deilunni sem hjálpar til við að koma á friði.

Trump mun ekki enda í fangelsi og koma mun í ljós að málaferlin gegn honum eru byggð á röngum sakargiftum. Trump mun að lokum vinna kosningarnar en hann hefur svakalegt fylgi á bak við sig. Þegar hann tekur við verða miklar breytingar í Bandaríkjunum. Trump mun meðal annars stoppa glóbalistana í að ná yfirráðum yfir heiminum. Þá mun Trump stuðla að meiri friði í heiminum enda sé hann maður sátta og samninga. Hann mun koma framí nafni trúar og friðar. Birgitta segir að hún sjái ekki alveg hver verði næsti forseti en segir að hún fái upp að sá sem verði kjörinn muni skapa frið.

Að lokum segir Guðrún að sumarið verði mjög gott hvað veðurfarið varðar. Það sé hins vegar spurning hvort sumar og vetur frjósi saman eins og sagt er.

Hægt er að bóka tíma á Noona appinu með því að smella hér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila