Spáðu fyrir hlustendum í beinni

Í þættinum Miðlun að handan í dag buðu miðlarnir Anna Kristín Axelsdóttir, Ester Sveinbjarnardóttir og Guðrún Kristín Ívarsdóttir hlustendum að hringja inn og spáðu fyrir þeim. Hlustendur létu að sjálfsögðu sitt ekki eftir liggja og hringdi mikill fjöldi hlustenda inn sem fengu sína spá.

Í þættinum svöruðu þær spurningum um framtíð þeirra sem hringdu inn og kom þar margt forvitnilegt í ljós. Sumir hlustenda fengu einnig upplýsingar um vini og ættingja sem farnir eru yfir móðuna miklu. Nokkrir hlustendur deildu einnig dulrænni reynslu sinni. Við hvetjum áhugasama að hlusta á þáttinn hér að neðan.

Þess má geta að á morgun þann 7.júní verður haldinn skyggnilýsingafundur hjá Miðlun að handan í Síðumúla 29. Þar verða miðlarnir Guðrún Kristín, Anna Kristín og Ester Sveinbjarnardóttir með skyggnilýsingar en húsið opnar klukkan 19:30 en fundurinn sjálfur hefst kl.20:00 og kostar aðgangsmiðinn 3000 krónur.

Smelltu hér til þess að skoða Facebook síðu þáttarins

Smelltu hér til þess að skoða heimasíðu Miðlunar að handan

Smelltu hér til þess að skoða Facebook síðu Miðlunar að handan

Smelltu hér til þess að skoða nýja Facebook síðu um andleg málefni

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila