Mikil aukning í notkun stafrænnar þjónustu hjá hinu opinbera

Innskráningar á vefi hins opinbera voru 52% fleiri fyrstu átta mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Fyrstu átta mánuði þessa árs voru innskráningarnar 7,4 milljónir talsins, sem jafngildir 42 þúsund heimsóknum á dag. Þetta segir í tilkynningu frá fjármála og efnahagsráðuneytinu. Í tilkynningunni segir að aukningin bendi til þess að fólki kjósi í auknum mæli að nýta stafræna þjónustu til þess að sinna erindum við hið opinbera, fremur en að gera sér ferð til stofnana eða eiga í samskiptum með öðrum hætti.

Hnipp reynist vel

Þá segir í tilkynningunni að í sumar hafi verið tekið í notkun svokallað „hnipp“ sem lætur fólk vita ef það fær erindi eða skilaboð frá hinu opinbera í persónulegt pósthólf á miðlægu þjónustugáttinni Ísland.is. Þjónustan mælst vel fyrir og er talið að hún eigi nokkurn þátt í aukningu innskráninga. Þá kom í ljós aukin notkun rafrænna skilríkja til innskráningar. 60% þeirra sem skráðu sig inn á opinbera vefi nýttu rafræn skilríki til auðkenningar á móti 40% hlutdeild Íslykils.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila