Stefnt að því að virkja allt sem hægt er að virkja

Með samþykkt þriðja orkupakkans er verið að opna fyrir að allt verði virkjað sem hægt sé að virkja hér á landi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ómars Ragnarssonar fjölmiðlamanns og náttúruverndarsinna í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ómar segir að þegar hann tali um að virkja eigi allt sé hann ekki eingöngu að tala um læki og ár “ heldur einnig hveri og svo má ekki gleyma vindorkunni, hér eru þegar komnir að minnsta kosti tveir vindmyllugarðar svo þetta er komið af stað„,segir Ómar. Hann bendir á að þegar menn ræði um lagningu sæstrengs hingað til lands sé málið mun stærra en menn vilji vera láta “ það eru engin lönd sem tengd eru með sæstreng með einn stakann streng, heldur eru þeir fleiri og hér yrðu þeir að minnsta kosti tveir ef ekki fleiri ef farið yrði í þá framkvæmd„,segir Ómar.

Deila