Steinunn Ólína: Hefði tekið sömu ákvörðun og Guðni gerði í gær

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og forsetaframbjóðandi segir að ef sú staða kæmi upp að sitjandi forsætisráðherra myndi bjóða sig fram í hennar forsetatíð þá hefði hún brugðist við á sama hátt og Guðni Th. Jóhannesson gerði í gær og fól Katrínu að sitja áfram en um sinn. Þetta kom fram í máli Steinunnar í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag.

Steinunn segir að hún telji Guðna hafa gert það sem skynsamlegast var í stöðunni. Hann hefði komið fram og talað til þjóðarinnar og þannig komið í veg fyrir að hræðslualda færi um samfélagið.

Aðspurð um hvort ekki hafi verið réttara af Guðna að fela staðgengli Katrínar Jakobsdóttur að fara með störf hennar á meðan starfsstjórnin situr og verið sé að mynda nýja stjórn segir Steinunn að hún telji ákvörðunina hafa verið tekna að vel ígrunduðu máli.

Hún telur að þetta hafi verið niðurstaðan þar sem hún hafi verið skynsamleg og líkleg til skapa mesta friðinn og setja um leið milda pressu á Katrínu. Það sé vissulega þannig að tíminn vinni sannarlega ekki með þinginu og ríkisstjórninni þessa dagana en Steinunn telur þrátt fyrir það að Guðni hafi tekið rétta ákvörðun.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila