Stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar segir af sér

Stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar hefur ákveðið að segja sig frá öllum trúnaðarstörfum innan flokksins vegna atburða síðustu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni sem hún sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni segir meðal annars “ Við kjósum að starfa ekki í flokki þar sem vinnubrögð síðastliðins árs ætla að vera viðvarandi. Okkar mat er að engar sáttaleiðir hafi verið gerðar eftir aðförina sem gerð var að fyrrverandi formanni flokksins á síðasta Flokksþingi og nú séu komin öfl til valda sem við eigum enga samleið með.Því skilja hér leiðir„. Undir tilkynninguna rita allir stjórnarmenn félagsins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila