Stjórnlyndi ríkisvaldsins hamlar framförum í samfélaginu

Reglugerðafargan, lagaflækjur og stjórnlyndi ríkisvaldsins verður til þess að þess að hamla framförum í samfélaginu. Þetta var meðal þess sem fjallað var um í þættinum Stjórnsýslan í mínum augum í dag en þar ræddu þeir félagar Kristján Örn Elíasson, Halldór Sigurþórsson og Arngrímur Pálmason um hina miklu flækjustíga íslenskrar stjórnsýslu sem þeir sjálfir hafa talsverða reynslu af.

Í þættinum sagði Halldór sem er bifreiðasmiður að mennt frá því þegar hann hafði hug á að smíða rafmagnsbíl hér á landi en komst að því að reglugerðafarganið og stjórnlyndi ríkisvaldsins kæmu í veg fyrir að það væri hægt.

„ég hafði mikinn áhuga á að fara að smíða rafmagnsbíla hérna og ræddi málið við yfirlögfræðing hjá Skráningarstofu um þetta enda er ég bifreiðasmiður og hef fulla heimild til þess samkvæmt lögum, en þá tjáði yfirlögfræðingurinn mér það að það væri ekki hægt því að samkvæmt reglum þá yrðu að vera púströr á bifreiðum til þess að mæla frá þeim mengun og það væru engin púströr á rafmagnsbíl og því útilokað að ætla að framleiða rafmagnsbíl á Íslandi.

Þeir Arngrímur og Halldór sögðu þetta dæmigert fyrir þá þvingun sem ríkisvaldið beitir gagnvart borgurum í landinu.

„við bara lifum í samfélagi sem gengur ekki upp vegna þvinganna og vegna yfirgangs stjórnkerfisins sem er farið að nota til kúgunar í stað stýringar eins og það ætti að vera því miður“segir Arngrímur.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila