Stjórnsýslunni og ríkissjóði vandi á höndum vegna fjölda hælisleitenda

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Íslenska ríkinu, stjórnsýslunni og ekki síst ríkissjóði er mikill vandi á höndum vegna þess fjölda hælisleitenda sem koma hingað til lands og freista þess að fá dvalarleyfi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Sigríður segir að á síðasta ári hafi steininn tekið úr hvað varðar fjölda hælisumsókna “ á síðasta ári tók steininn úr þegar fjöldi umsókna margfaldaðist og kerfið var engan vegin undir það búið, hvorki stjórnsýslan þar sem það þurfti að afgreiða allar þessar umsóknir innan skikkanlegs tíma, og ekki heldur stoðkerfið í kringum þetta allt saman, það var til dæmis heilmikið vandamál að útvega húsnæði fyrir þá sem hingað leituðu og svo þjónustu við börn sem hingað leita því það gengur auðvitað ekki og er óforsvaranlegt að börnin sem dvelja hér bæði í skemmri og lengri tíma fá enga menntun og ganga ekki í skóla, þannig þetta hefur verið verkefni sem brýnt er að ganga í„segir Sigríður. Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila