Stjórnvöld hafa misst tengslin við almenning í landinu

Styrmir Gunnarsson.

Stjórnvöld eru ekki í nokkrum tengslum við almenning í landinu og það kann að skýra hvers vegna ákvarðanir stjórnvalda eru ekki í nokkru samræmi við væntingar almennings. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi ritstjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Styrmir segir þetta megi til dæmis sjá með útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum og tillögum sérfræðinga stjórnvalda “ það er einhver veruleikafyrring í gangi þannig að í stjórnarráðinu gerir fólk sér enga grein fyrir því hvernig landið liggur á meðal almennra borgara og þess vegna koma svona vitlausar tillögur út úr stjórnarráðinu, sérfræðingarnir eru nefnilega ekki alltaf miklir sérfræðingar, og þeir eru alveg örugglega ekki sérfræðingar í því hvernig viðhorf almennra borgara er„,segir Styrmir. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila